53. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 31. mars 2014 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:47
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:32
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:29
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna veikinda. Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna fundar velferðarnefndar. Valgerður Gunnarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason voru fjarverandi. Karl Garðarsson vék af fundi kl. 11:45 vegna annarra þingstarfa. Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 12:00 vegna annarra þingstarfa. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 10:35 og kom til baka kl. 12:00.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum Kl. 09:30
Landsvirkjun: Hörður Arnarsson og Rafnar Lárusson. Lagt fram minnisblað um rekstur og horfur Landsvirkjunar, dags. 31. mars 2014.
RARIK: Tryggvi Þór Haraldsson og Hilmar Þór Sigurðsson. Lögð fram kynning á stöðu og starfsemi RARIK, dags. 31. mars 2014, og ársskýrsla 2013.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Helga Valfells.
Matís hf.: Sveinn Margeirsson. Lögð fram kynning á starfsemi fyrirtækisins.
ÁTVR: Ívar J. Arndal og Sveinn Víkingur Árnason. Lögð fram ársskýrsla 2012.
Íslandspóstur hf.: Ingimundur Sigurpálsson og Tryggvi Þorsteinsson. Lögð fram kynning á starfsemi fyrirtækisins, dags. 31. mars 2014.

2) Önnur mál Kl. 12:11
Fleira var ekki rætt.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 12:12
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 12:12